Samfélagsfræði

Búddhadómur

Þetta verkefni er um upphafsmann Búddhatrúar og hvernig Búddhadómur hófst. Búddhadómur hófst fyrir rúmlega 2500 árum. Þetta verkefni var rosa gaman og bara smá erfitt að skrifa ekki of mikið.

Mér fannst margt einkennilegt og sérstakt. Eins og að hann hafði ekki séð neitt vont eins og gamlan mann eða veikan mann fyrr en 29 ára gammall. Þá finnst mér frekar sérstakt hvernig munkar og nunnur geta lifað svona lífi og að þau mega eiginlega ekki eiga neitt. Ég lærði oftast eitthvað nýtt í hverjum tíma.

 

 

Hér geturu séð Verkefnið mitt

 

 

Staðreyndir um Evrópu

Þetta verkefni hef ég verið að gera í landafræði. Í upphafi af verkefninu fengu allir blað með 24 spurningum, allir áttu að svara þessum spurningum. Spurningarnar voru um Evrópu og við vorum að finna staðreyndir um Evrópu.

Þegar flest voru búnir að klára að svara öllum spuringunum var farið í tölvur. Þetta verkefni er gert í tölvum í word. Við áttum að reyna hanna og setja upp allar staðreyndirnar. Meðan þetta verkefni stóð lærði ég sumt um Evrópu samt eiginlega flest allt.Ég lærði að Volga er lengsta áin í Evrópu og hún er það löng að hún gæti náð alla leið frá Íslandi til Spánar eða 3700km. Ég læri hvað fjallgarðar væru og að Ísland væri hálendasta land í Evrópu. Auðvitað lærði ég feira en get ég ekki alveg nefnt allt.

 

Mér fannst verkefnið svolítið erfitt og fannst erfitt að að vinna í word og vildi frekar að við myndum vinna í öðru forriti því stundum fór allt á flakk en þetta var rosa gaman og í hverjum tíma lærði ég eitthvað nýtt.  

Hér getur þú séð verkefnið mitt.

 

 

Tyrkjaráns leikrit 7bekkjar 2016

Við í 7 bekk settum upp leikrit um Tyrkjaránið. Við höfðum verið að læra og gera verkefni um þennan atburð sem gerðist í Vestmanneyjum 1627. Allir fengu að skrifa niður hvort þeir vildu leika stórt hlutverk, lítið hlutverk, vera í sviðsmynd eða tæknimenn. Við fengum handrit sem hafði verið skrifað áður og sögðu hver ætti að gera hvað. Flest allir voru ánægðir með sín hlutverk en sumu þurfti að breyta því það sem hafði verið ákveðið hentaði ekki fyrir suma. Við lásum yfir handritið nokkrum sinnum og svo fórum við niður í sal að æfa.Ég lék maddömu Margréti, konu séra Jóns á Kirkjubæ fyrir hlé, eftir hlé lék ég Guðríði Símonardóttur.

Það tók okkur 2-3 vikur til að sýna loks fyrir alvöru áhorfendum en miðvikudaginn 25. maí var foreldrum boðið að koma á leiksýninguna okkar. Það var sjoppa líka opinn. Allir foreldrar dáðust að leiknum og voru alveg til í annað leikrit;) Á fimmtudeginum sýndum við fyrir 3,4 og 6 bekk og var það seinasta sýningin:( Mér fannst þetta ótrulega skemmtilegt og væri alveg til í að æfa fleiri leikrit!

IMG_8910

 

 

Eyjafréttir

Hér setti ég mig í spor fréttaritara og skrifaði fréttir um fjóra atburði sem tengdust ráninu í Vestmanneyjum. Ég valdi að skrifa um Fiskhella, Sængukonusteinin, Ofanleiti og Lyngfellsdal. Ég breytti þeim upplýsingum sem ég fékk í spennandi fréttir og skrifaði grípandi fyrirsagnir. Svo sameinaði ég allar fréttirnar í glogster og bætti myndum við! 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband