6.6.2016 | 11:07
Íslenska
Galdrastafir og græn augu
Bókin Galdrastafir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur var gefin út árið 1997. Bókin fjallar um venjulegan unglingstrák sem heitir Sveinn. Einn sunnudag fór hann í bíltúr með mömmu sinni, Erlu systur sinni og vin mömmu hans, Skúla. Þau stoppa hjá veiðihúsi til að tína ber í hlíð. Þar kom Sveinn auga á stein með ristuðum galdrastöfum á, sem sendi hann í fortíðina. Sveinn lærir þá hvernig lífið var árið 1713, þar kynnist hann fólki og hittir eftirminnilegan þjóðsagnapersónu, séra Eirík. Hann eignast einnig vin og vínkonu, borðar örðuvísi mat, lærir nýja siði og lendir í fullt af ævintýrum á meðan hann reynir að finna leið til að komast heim.
Mér fannst Galdrastafir og græn augu mjög spennandi bók og á sumum punktum skemmtileg en ekkert alltaf. Eins og flestir krakkar í dag sem eru búnir að kynnast netinu, þá fannst mér skrítið að heyra hvernig þetta var á 18 öld. Ég sjálf gæti ekki geta verið lengi þar í fortíðinni. Eins og ég sagði þá var ekkert alltaf eitthvað spennandi eða skemmtilegt að gerast enda er líka erfitt að skrifa þannig bók.
Setuliðið
Í íslensku höfum við verið að lesa bókina Setuliðið.
Þegar við kláruðum bókina fórum við strax í að gera verkefni um bókina. Við fengum hefti með öllum verkefnunum sem við áttum að gera um bókina.
Mér fannst mörg af verkefnunum erfið og þurfti ég að reyna smá á mig. Svo þegar ég var búin með þetta stóra verkefni og fékk einkunnina mína, var ég frekar ánægð og var þetta erfitt en samt skemmtilegt verkefni í leiðinni .
Hér er bókagagnrýnina mín.
Mér fannst Setuliðið ágæt bók. Í byrjun bókarinnar var ég með eiginlega engan áhuga af sögunni og var ekkert spennt að lesa þessa bók, en þegar við vorum búin að lesa aðeins meira en helming af bókinni þá fékk ég meiri áhuga. Mér fannst sniðugt og smá pirrandi að höfundurinn flakkaði svona á milli tíma. Eins og að við vorum ný búin að lesa um þegar Setuliði var í Mosfellsbæ svo næsta síða komin í Birningham í Englandi. En það er eiginlega það sem einkennir bókina. Mér fannst bókin alveg sæmileg en ég myndi samt ekki vilja lesa aðra svona bók.
Nú þegar
Í þessu ritunar verkefni var margt gaman, margt sem ég var ánægð með og sumt sem ég hefði vilja laga.Það sem ég var mest ánægð með var forsíðan og baksíðan á sögunu. Ég hafði gaman að gera hana og rosa skemmtilegt.En það sem mig langaði aðeins að laga var orðaforða. Mér finnst rosa gaman að lesa bækur með erfiðum orðum svo ég get lært ný. Svo ég hafði vilja hafa það í sögunni minni svona smá erfið orð, en því miður kann ég ekki svo mörg.
En ef við hugsum ekki um það þá gekk mér rosa vel að vinna þetta verkefni og gaman að skrifa svona sögur og skreyta sjálfa bókinna þó að sagan mín sé smá svona dökk. En þessi verkefni eru svo gaman að gera og vona að við fáum tækifæri til að gera svona aftur.
Sagan mín fjallur um skólalíf stelpu, það sem skólin hjálpaði henni, samt ekki. Hún byrjaðu með ljúft og yndislegt líf en breyttist það um árum. Hún missir marga úr lífi sínu, en er sagan spennandi líka.
Uppáhaldið mitt við að gera þessa sögu er að reyna láta lesendur skilja hana og finnast hún spennandi, og ekki láta lesandan vilja hætta að lesa.
Hér geturu séð Verkefnið mitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.