Stærðfræði

Rúmfræðaverkefni

Í þessu verkefni var ég að hanna garð, garðurinn virkaði þannig að allir fengu blað af upplýsingum hvernig maður ætti að hanna garðinn. Eins og  1 fer sentimetri var 1 fermetri en áttum við að teikna eitthvað sérstakt eins og tjörn, kaffihús og leikvöll. Svo ég las blaðið og hafði enga hugmynd hvernig eg ætti að gera þetta, þannig það tók mer smá tíma að byrja. Þannig ég átti smá erfitt að vinna þetta. Ég gerði uppkast fyrst svo á A3 blað. Mér fannst þetta verkefni ekkert gaman því ég er alveg hörmuleg að teikna og fannst það svo erfitt! En smá gaman því að lokum var það alveg ágætt! 

image

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærðfræði kynning

Í stærðfræði átti ég að skrifa hvað ég veit um almenn brot og prósentur þar sem við vorum að læra um það. Mér fannst gaman að læra um prósentur því það var eitthvað nýtt en almenn brot höfðum við lært áður, þá fannst mér það ekkert spennandi. Það sem kom fram í kynningunni minni var hvernig ég stytti og lengi brot og hvernig ég finn 100%, líkindi almennra brota og prósenta og fleira. Ég las svo kynninguna mína í ipad, og reyndi að vanda mig sem mest með upplesturinn.

 

 

 

 


Samfélagsfræði

Búddhadómur

Þetta verkefni er um upphafsmann Búddhatrúar og hvernig Búddhadómur hófst. Búddhadómur hófst fyrir rúmlega 2500 árum. Þetta verkefni var rosa gaman og bara smá erfitt að skrifa ekki of mikið.

Mér fannst margt einkennilegt og sérstakt. Eins og að hann hafði ekki séð neitt vont eins og gamlan mann eða veikan mann fyrr en 29 ára gammall. Þá finnst mér frekar sérstakt hvernig munkar og nunnur geta lifað svona lífi og að þau mega eiginlega ekki eiga neitt. Ég lærði oftast eitthvað nýtt í hverjum tíma.

 

 

Hér geturu séð Verkefnið mitt

 

 

Staðreyndir um Evrópu

Þetta verkefni hef ég verið að gera í landafræði. Í upphafi af verkefninu fengu allir blað með 24 spurningum, allir áttu að svara þessum spurningum. Spurningarnar voru um Evrópu og við vorum að finna staðreyndir um Evrópu.

Þegar flest voru búnir að klára að svara öllum spuringunum var farið í tölvur. Þetta verkefni er gert í tölvum í word. Við áttum að reyna hanna og setja upp allar staðreyndirnar. Meðan þetta verkefni stóð lærði ég sumt um Evrópu samt eiginlega flest allt.Ég lærði að Volga er lengsta áin í Evrópu og hún er það löng að hún gæti náð alla leið frá Íslandi til Spánar eða 3700km. Ég læri hvað fjallgarðar væru og að Ísland væri hálendasta land í Evrópu. Auðvitað lærði ég feira en get ég ekki alveg nefnt allt.

 

Mér fannst verkefnið svolítið erfitt og fannst erfitt að að vinna í word og vildi frekar að við myndum vinna í öðru forriti því stundum fór allt á flakk en þetta var rosa gaman og í hverjum tíma lærði ég eitthvað nýtt.  

Hér getur þú séð verkefnið mitt.

 

 

Tyrkjaráns leikrit 7bekkjar 2016

Við í 7 bekk settum upp leikrit um Tyrkjaránið. Við höfðum verið að læra og gera verkefni um þennan atburð sem gerðist í Vestmanneyjum 1627. Allir fengu að skrifa niður hvort þeir vildu leika stórt hlutverk, lítið hlutverk, vera í sviðsmynd eða tæknimenn. Við fengum handrit sem hafði verið skrifað áður og sögðu hver ætti að gera hvað. Flest allir voru ánægðir með sín hlutverk en sumu þurfti að breyta því það sem hafði verið ákveðið hentaði ekki fyrir suma. Við lásum yfir handritið nokkrum sinnum og svo fórum við niður í sal að æfa.Ég lék maddömu Margréti, konu séra Jóns á Kirkjubæ fyrir hlé, eftir hlé lék ég Guðríði Símonardóttur.

Það tók okkur 2-3 vikur til að sýna loks fyrir alvöru áhorfendum en miðvikudaginn 25. maí var foreldrum boðið að koma á leiksýninguna okkar. Það var sjoppa líka opinn. Allir foreldrar dáðust að leiknum og voru alveg til í annað leikrit;) Á fimmtudeginum sýndum við fyrir 3,4 og 6 bekk og var það seinasta sýningin:( Mér fannst þetta ótrulega skemmtilegt og væri alveg til í að æfa fleiri leikrit!

IMG_8910

 

 

Eyjafréttir

Hér setti ég mig í spor fréttaritara og skrifaði fréttir um fjóra atburði sem tengdust ráninu í Vestmanneyjum. Ég valdi að skrifa um Fiskhella, Sængukonusteinin, Ofanleiti og Lyngfellsdal. Ég breytti þeim upplýsingum sem ég fékk í spennandi fréttir og skrifaði grípandi fyrirsagnir. Svo sameinaði ég allar fréttirnar í glogster og bætti myndum við! 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt!

 


Náttúrufræði

Mannslíkaminn

Þetta verkefni hef ég verið að gera í náttúrufræði. Í upphafi verkefnisins var skipt í hópa sem kennarinn okkar hafði gert. Það var gert þannig að einn hópur teiknaði beinagrindu líkamann sá hópur var Magnea og Katarzyna og svo einn hópur teiknaði blóðrása líkamann og í þeim hóp var ég og María. Svo voru nokkrir sem teiknuð líffæri á líkaman eða límuð inn á svo að lokum þeir sem öfluðu upplýsingum um líffærin eða beinin og blóðið. Ég fékk að kynnast aðeins betur hvernig líkamanum er skipt með blóði og svoleiðist en ég var búin að læra áður frekar mikið um líkamann. Mér og Maríu gekk vel að teikna og vorum við ánægðar með útkomuna.

HÉR GETUR ÞÚ SÉÐ BLÓÐRÁSA LÍKAMANN!

 

 

 

 

Spörfuglar

Ég hef verið að vinna í powerpoint undarfarnar vikunnar í  verkefni um spörfugla.  Þar sem ég vissi ekkert hvernig powerpiont virkaði og eignlega ekkert um spörfugla, hafði kennarinn minn gert fyrirmæli hvernig þetta allt væri hægt. Ég notaði bara tölvur í þetta verkefni.

Í verkefninu átti maður líka að velja sér einn fugl, en þyrfti auðvitað að vera spörfugl. Ég valdi músarrindill, ég valdi músarrindill því hann var svo dúllulegur og langaði bara að vita eitthvað um hann. Ég lærði frekar mikið t.d. músarrindill væri minnsti fugl Íslands ásamt auðnutittlingi, spörfuglar væru lang stærsti flokkur fugla og fótur þeirra er kallaður setfótur.

Mér fannst þetta mjög áhrifamikil vinna og rosa gaman að hanna svona, vona að við gerum aftur svona powerpoint verkefni

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt.


Íslenska

Galdrastafir og græn augu 

Bókin Galdrastafir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur var gefin út árið 1997. Bókin fjallar um venjulegan unglingstrák sem heitir Sveinn. Einn sunnudag fór hann  í bíltúr með  mömmu sinni, Erlu systur sinni og vin mömmu hans, Skúla. Þau stoppa hjá veiðihúsi til að tína ber í hlíð. Þar kom Sveinn auga á stein með ristuðum galdrastöfum á, sem sendi hann í fortíðina. Sveinn lærir þá hvernig lífið var árið 1713, þar kynnist hann fólki og hittir eftirminnilegan þjóðsagnapersónu, séra Eirík. Hann eignast einnig vin og vínkonu, borðar örðuvísi mat, lærir nýja siði og lendir í fullt af ævintýrum á meðan hann reynir að finna leið til að komast heim.

  

Mér fannst Galdrastafir og græn augu mjög spennandi bók og á sumum punktum skemmtileg en ekkert alltaf. Eins og flestir krakkar í dag sem eru búnir að kynnast netinu, þá fannst mér skrítið að heyra hvernig þetta var á 18 öld. Ég  sjálf gæti ekki geta verið lengi þar í fortíðinni. Eins og ég sagði þá var ekkert alltaf eitthvað spennandi eða skemmtilegt að gerast enda er líka erfitt að skrifa þannig bók.

 

 

Setuliðið

Í íslensku höfum við verið að lesa bókina Setuliðið. 

Þegar við kláruðum bókina fórum við strax í að gera verkefni um bókina. Við fengum hefti með öllum verkefnunum  sem við áttum að gera um bókina.

Mér fannst mörg af verkefnunum  erfið og þurfti ég að reyna smá á mig. Svo þegar ég var búin með þetta stóra verkefni og fékk einkunnina mína, var ég frekar ánægð og var þetta erfitt en samt skemmtilegt verkefni í leiðinni . 

Hér er bókagagnrýnina mín.

 

Mér fannst Setuliðið ágæt bók. Í byrjun bókarinnar var ég með eiginlega engan áhuga af sögunni og var ekkert spennt að lesa þessa bók, en þegar við vorum  búin að lesa aðeins meira en helming af bókinni þá fékk ég meiri áhuga. Mér fannst sniðugt og smá pirrandi að höfundurinn flakkaði svona á milli tíma. Eins og að við vorum ný búin að lesa um þegar Setuliði var í Mosfellsbæ svo næsta síða komin í Birningham í Englandi. En það er eiginlega það sem einkennir bókina. Mér fannst bókin alveg sæmileg en ég myndi samt ekki vilja lesa aðra svona bók. 

 

 

Nú þegar

Í þessu ritunar verkefni var margt gaman, margt sem ég var ánægð með og sumt sem ég hefði vilja laga.Það sem ég var mest ánægð með var forsíðan og baksíðan á sögunu. Ég hafði gaman að gera hana og rosa skemmtilegt.En það sem mig langaði aðeins að laga var orðaforða. Mér finnst rosa gaman að lesa bækur með erfiðum orðum svo ég get lært ný. Svo ég hafði vilja hafa það í sögunni minni svona smá erfið orð, en því miður kann ég ekki svo mörg.

En ef við hugsum ekki um það þá gekk mér rosa vel að vinna þetta verkefni og gaman að skrifa svona sögur og skreyta sjálfa bókinna þó að sagan mín sé smá svona dökk. En þessi verkefni eru svo gaman að gera og vona að við fáum tækifæri til að gera svona aftur.

Sagan mín fjallur um skólalíf stelpu, það sem skólin hjálpaði henni, samt ekki. Hún byrjaðu með ljúft og yndislegt líf en breyttist það um árum. Hún missir marga úr lífi sínu, en er sagan spennandi líka. 

Uppáhaldið mitt við að gera þessa sögu er að reyna láta lesendur skilja hana og finnast hún spennandi, og ekki láta lesandan vilja hætta að lesa.

Hér geturu séð Verkefnið mitt

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband